Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Trump ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. Fréttablaðið/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira