Hársbreidd frá því að aka vespu sinni á hjólreiðamann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 11:45 Skjáskoti úr myndbandinu sem Patrekur náði í gær. Það mátti litlu muna að alvarlegur árekstur yrði við Suðurver í Reykjavík um klukkan 18 í gærkvöldi þegar vespa og reiðhjól mættust á gangstétt á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar. Eins og sjá má á myndbandinu sem Patrekur Maron Magnússon tók og gaf Vísi leyfi til þess að birta sést hvar vespa ekur eftir gangstéttinni við Kringlumýrarbraut þegar hjólreiðamaður kemur inn á gangstéttina frá Hamrahlíð. Vespan er á töluvert meiri ferð en reiðhjólið og hefði getað farið mjög illa ef ökumaðurinn á vespunni hefði ekið á hjólreiðamanninn. Myndbandið hefur farið víða á samfélagsmiðlum og velta ýmsir því upp hvar megi keyra vespur og á hve miklum hraða, en undanfarin ár hefur það færst mikið í aukana að unglingar fari um á slíkum farartækjum.Tveir flokkar af léttum bifhjólum Samkvæmt umferðarlögum eru til tveir flokkar svokallaðra léttbifhjóla, flokkur 1 og flokkur 2. Flokkur 1 eru hjól sem komast ekki hraðar en 25 km/klst. Ekki þarf sérstök ökuréttindi á þau en ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri og vera með hjálm. Það má hins vegar ekki vera með farþega á hjólinu nema ökumaðurinn hafi náð 20 ára aldri og er má þá aðeins vera með farþega ef framleiðandi hefur staðfest að hjólið sé fyrir farþega. Létt bifhjól í flokki 1 eru ekki tryggingaskyld. Þeim má aka gangstétt, gangstíg og hjólastíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, eins og segir á vef Samgöngustofu þar sem veittar eru upplýsingar um létt bifhjól. Flokkur 2 léttra bifhjóla er síðan töluvert frábrugðinn flokki 1. Fyrir létt bifhjól í flokki 2 þarf ökuréttindi og miðast hámarkshraði hjólanna við 45 km/klst. Þessum hjólum má ekki aka á gangstígum að því er fram kemur á vef Samgöngustofu.Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar.Fréttablaðið/StefánKeyra hraðar til þess að komast undan lögreglu Lögreglan hefur eftirlit með því að lögum um notkun léttra bifhjóla sé framfylgt. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erfitt að hafa eftirlit með léttu bifhjólunum. Lögreglu berist til dæmis ábendingar um vítaverðan akstur en þegar hún mætir á staðinn séu allir á bak og burt. „Ef við erum jafnvel á staðnum eða verðum vitni að slíku þá svífast þessir krakkar einskis sem eru bara óharðnaðir unglingar til þess að reyna að komast undan afskiptum lögreglu. Þau fara kannski að keyra hratt og gáleysislegar eftir gangstígum og stofna sjálfum sér og öðrum í stórkostlega hættu. Við þurfum þá að vega og meta meiri hagsmuni fyrir minni. Við förum ekki á mótorhjóli eða bíl inn á gangstíg og gangstétt með blá ljós og sírenum á eftir óhörðnuðum unglingi sem er kannski ekki einu sinni sakhæfur,“ segir Guðbrandur.Breyta hjólunum til að komast hraðar Þá séu dæmi um að ungmenni fari um á léttum bifhjólum í flokki 2, sem komast upp í 45 km/klst. og má ekki aka á gangstígum, eins og um sé að ræða hjól í flokki 1. Þá er hjólunum ekið á of miklum hraða þar sem ekki má keyra þau og jafnvel búið að taka númerin af. Guðbrandur segir einnig dæmi um að innsigli séu rofin á léttum bifhjólum í flokki 1. „Þau eru innsigluð við 25 en framleidd til fyrir hraðari akstur. Það eru dæmi um að innsigli séu rofin á einfaldan hátt og þá komist þau á 30-35 kílómetra hraða,“ segir Guðbrandur. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir stofnunina leggja ríka áherslu á að höfða til ábyrgðar foreldra þegar kemur að notkun á léttum bifhjólum. Aldrei sé of varlega farið. „Okkar áróður hefur snúið að því að ábyrgð foreldra er mjög rík og að krakkarnir þeirra noti hjálm og fari eftir öllum öryggisreglum,“ segir Þórhildur. Hjólreiðar Lögreglumál Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Það mátti litlu muna að alvarlegur árekstur yrði við Suðurver í Reykjavík um klukkan 18 í gærkvöldi þegar vespa og reiðhjól mættust á gangstétt á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar. Eins og sjá má á myndbandinu sem Patrekur Maron Magnússon tók og gaf Vísi leyfi til þess að birta sést hvar vespa ekur eftir gangstéttinni við Kringlumýrarbraut þegar hjólreiðamaður kemur inn á gangstéttina frá Hamrahlíð. Vespan er á töluvert meiri ferð en reiðhjólið og hefði getað farið mjög illa ef ökumaðurinn á vespunni hefði ekið á hjólreiðamanninn. Myndbandið hefur farið víða á samfélagsmiðlum og velta ýmsir því upp hvar megi keyra vespur og á hve miklum hraða, en undanfarin ár hefur það færst mikið í aukana að unglingar fari um á slíkum farartækjum.Tveir flokkar af léttum bifhjólum Samkvæmt umferðarlögum eru til tveir flokkar svokallaðra léttbifhjóla, flokkur 1 og flokkur 2. Flokkur 1 eru hjól sem komast ekki hraðar en 25 km/klst. Ekki þarf sérstök ökuréttindi á þau en ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri og vera með hjálm. Það má hins vegar ekki vera með farþega á hjólinu nema ökumaðurinn hafi náð 20 ára aldri og er má þá aðeins vera með farþega ef framleiðandi hefur staðfest að hjólið sé fyrir farþega. Létt bifhjól í flokki 1 eru ekki tryggingaskyld. Þeim má aka gangstétt, gangstíg og hjólastíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, eins og segir á vef Samgöngustofu þar sem veittar eru upplýsingar um létt bifhjól. Flokkur 2 léttra bifhjóla er síðan töluvert frábrugðinn flokki 1. Fyrir létt bifhjól í flokki 2 þarf ökuréttindi og miðast hámarkshraði hjólanna við 45 km/klst. Þessum hjólum má ekki aka á gangstígum að því er fram kemur á vef Samgöngustofu.Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar.Fréttablaðið/StefánKeyra hraðar til þess að komast undan lögreglu Lögreglan hefur eftirlit með því að lögum um notkun léttra bifhjóla sé framfylgt. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erfitt að hafa eftirlit með léttu bifhjólunum. Lögreglu berist til dæmis ábendingar um vítaverðan akstur en þegar hún mætir á staðinn séu allir á bak og burt. „Ef við erum jafnvel á staðnum eða verðum vitni að slíku þá svífast þessir krakkar einskis sem eru bara óharðnaðir unglingar til þess að reyna að komast undan afskiptum lögreglu. Þau fara kannski að keyra hratt og gáleysislegar eftir gangstígum og stofna sjálfum sér og öðrum í stórkostlega hættu. Við þurfum þá að vega og meta meiri hagsmuni fyrir minni. Við förum ekki á mótorhjóli eða bíl inn á gangstíg og gangstétt með blá ljós og sírenum á eftir óhörðnuðum unglingi sem er kannski ekki einu sinni sakhæfur,“ segir Guðbrandur.Breyta hjólunum til að komast hraðar Þá séu dæmi um að ungmenni fari um á léttum bifhjólum í flokki 2, sem komast upp í 45 km/klst. og má ekki aka á gangstígum, eins og um sé að ræða hjól í flokki 1. Þá er hjólunum ekið á of miklum hraða þar sem ekki má keyra þau og jafnvel búið að taka númerin af. Guðbrandur segir einnig dæmi um að innsigli séu rofin á léttum bifhjólum í flokki 1. „Þau eru innsigluð við 25 en framleidd til fyrir hraðari akstur. Það eru dæmi um að innsigli séu rofin á einfaldan hátt og þá komist þau á 30-35 kílómetra hraða,“ segir Guðbrandur. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir stofnunina leggja ríka áherslu á að höfða til ábyrgðar foreldra þegar kemur að notkun á léttum bifhjólum. Aldrei sé of varlega farið. „Okkar áróður hefur snúið að því að ábyrgð foreldra er mjög rík og að krakkarnir þeirra noti hjálm og fari eftir öllum öryggisreglum,“ segir Þórhildur.
Hjólreiðar Lögreglumál Samgöngur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira