Allir saman nú ! Kristófer Oliversson og Jakob Frímann Magnússon skrifar 6. júní 2019 07:00 Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi!
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun