Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:02 Mynd af Stephen Calk frá árinu 2012. AP/Al Podgorski Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump. Calk er stofnandi bankans Federal Savings Bank of Chicago og er hann sakaður um að hafa notað bankann með ólöglegum hætti til að vinna sér í haginn hjá Manafort og fyrir að hafa logið að eftirlitsaðilum. Þetta kemur fram í ákæru saksóknara í New York sem opinberuð var í dag. Lánin sem um ræðir voru á endanum felld niður að miklu leyti en Calk sendi Manafort lista yfir þau störf sem hann sóttist eftir í Hvíta húsinu. Þar á meðal voru embætti fjármálaráðherra, efnahagsráðherra, varnarmálaráðherra og nítján sendiherrastöður. Hann fór á endanum í viðtal fyrir stöðu aðstoðarráðherra hersins en fékk starfið ekki, samkvæmt Washington Post.AP fréttaveitan vitnar í William F. Sweeney Jr., yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York ,sem segir Calk hafa lagt mikið á sig til að reyna að komast hjá því að upp um hann kæmist. Þetta hafi þó ekki farið eins og hann vildi. Því hann hafi ekki fengið neina af þeim stöðum sem hann sótti eftir og misst þá vinnu sem hann hafði. Á þessum tíma skuldaði Manafort fúlgur fjár eftir að hann missti sína helstu tekjulind, þegar Viktor Yanukovych var bolað úr embætti forseta Úkraínu. Manafort lifði hátt og tók fjölda lána út á fasteignir sínar og hefur hann meðal annars verið dæmdur fyrir svik í tengslum við þau lán. Hann hefur nú verið dæmdur til rúmlega sjö ára fangelsisvistar. Frekari dómsmál gegn honum standa enn yfir.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinTölvupóstar sýna fram á að Manafort reyndi í aðdraganda kosninganna 2016 að fá Jared Kushner, tengdason Trump og ráðgjafa hans, til að samþykkja að ráða Calk sem ráðherra hersins. Það var áður en Calk hafði samþykkt lánin til Manafort. Hann sendi Kushner einnig tvö nöfn til viðbótar og sagði að þeir menn ættu að koma að ríkisstjórn Trump. Þeir væru mjög áreiðanlegir. Kushner svaraði pósti Manafort með orðunum: „Veð í það.“ Verði Calk fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að þrjátíu ár. Til stendur að hann fari fyrir dómara seinna í dag.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira