Óttast áhrif afsagnar Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2019 07:30 Ræða Theresu May er hún tilkynnti um að hún myndi stíga til hliðar var afar tilfinningaþrungin. Vísir/EPA Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Væntanleg afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, gæti gert næsta stig útgönguferlis Breta úr Evrópusambandinu afar hættulegt. Þetta sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, í gær. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði að May hefði ekki verið vandamálið í Brexit-málinu. „Hún er hugrökk. Við hvern þann sem tekur við af henni vil ég segja að það verður ekki samið upp á nýtt um útgöngusamninginn.“ May tilkynnti um afsögnina fyrir utan bústað forsætisráðherra í Lundúnum í gær. Hún mun stíga til hliðar sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Vonast er til þess að val á nýjum leiðtoga liggi fyrir í lok júlí. Ástæðan fyrir afsögninni er Brexit-málið. Tugir ráðherra hafa sagt af sér undanfarin misseri vegna ósættis við stefnu May og ekki er útlit fyrir að þingið samþykki útgöngusamning hennar við ESB í bráð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er langt frá því öruggt að arftaki May geti skilað meiri árangri. Hinn litríki Boris Johnson þykir líklegastur. Hann barðist fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, annað en May, og hefur barist fyrir „harðari“ útgöngu en May hefur lagt til. Með því er átt við að Bretar fjarlægist Evrópusambandið og haldi meðal annars ekki aðild að tollabandalaginu. Johnson var staddur á ráðstefnu í Manchester þegar May hélt ræðu sína. Þegar fundarstjóri spurði hann um áform sín svaraði Johnson: „Auðvitað ætla ég að láta á það reyna.“ Núverandi og fyrrverandi ráðherrar á borð við Michael Gove, Amber Rudd, Sajiv Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss eru orðuð við baráttuna sömuleiðis. Johnson mælist langvinsælastur. Í könnun sem YouGov birti fyrr í mánuðinum mældist hann með 39 prósenta fylgi. Næstur kom Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra, með þrettán prósent. Þegar þátttakendur voru spurðir um val á milli þeirra tveggja mældist Johnson með 59 prósent en Raab 41 prósent og var það minnsta bilið á milli Johnsons og annars frambjóðanda.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Írland Tengdar fréttir May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15