Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 23:30 Mikil spenna var í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC. Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55
Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00