Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:45 Helga Vala Helgadóttir er þingkona Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala. Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala.
Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira