Lokaorðið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun