Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 12:15 Rætt er um að fjölga ferðum Strætó vegna nýrrar áætlunar Herjólfs en farþegar þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir akstri frá Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“ Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“
Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira