Hætti óvænt með tvö kvennalið á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 12:26 Elías Már var kynntur til leiks sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í maí í fyrra. HSÍ Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Elías Már Halldórsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í handbolta. Rúmur mánuður er síðan Elías Már hætti skyndilega með kvennalið Hauka í handbolta þegar einum leik var ólokið af Olísdeildinni og úrslitakeppnin, hápunktur keppnistímabilsins, framundan.Fram kom í tilkynningu Hauka þann 1. apríl að Elías hefði óskað eftir að hætta þjálfun liðsins. Það væri sameiginleg niðurstaða handknattleiksdeildar og Elíasar að hann léti af störfum um leið. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir Elías Má hafa hætt af persónulegum ástæðum. Það sé löngu afgreitt. Aðspurður um ástæðurnar segir hann Elíasar Más að svara því. „Ég bara get það ekki. Það varð bara samkomulag um starfslok, því miður,“ segir Þorgeir. Miklar kjaftasögur séu um brotthvarf hans en það sé Elíasar að tjá sig um það. Elías Már vill lítið segja upp brotthvarf sitt frá Haukum skömmu fyrir úrslitakeppnina.Elías Már er hættur hjá Haukum.vísir/bára„Ég ætla svo sem ekkert að fara að tjá mig neitt um þetta,“ segir Elías Már. Hann segir ekkert annað hafa legið að baki starfslokunum á þessum sérstaka tímapunkti en að best væri að hann hætti á þessum tímapunkti því hann væri á leiðinni til starfa hjá HK. „Ég er bara hættur í Haukum og tekinn til starfa hjá HK.“ Elías Már tók um mánaðarmótin við starfi yfirþjálfara HK og þjálfar auk þess karlalið félagsins á næstu leiktíð. Hann segist hafa hafið störf hjá HK fyrr en ætlað var, nú um mánaðamótin, og hann því ekki getað sinnt starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara lengur. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segist sömuleiðis hafa heyrt kjaftasögur um ástæður starfsloka Elíasar Más hjá Haukum. Þær kjaftasögur tengist þó á engan hátt starfsflokum hans hjá HSÍ. Elías Már hafi hætt að eigin frumkvæði vegna anna í nýja starfinu hjá HK. Róbert reiknar með að tilkynnt verði um nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara í dag á sama tíma og kynntur verður nýr landsliðshópur fyrir komandi verkefni.Uppfært klukkan 12:36Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Elíasar Más. Nánar má lesa um landsliðshópinn fyrir leikina gegn b-liði Noregs og umspilsleikina við Spán hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira