Lík tveggja kvenna fundust í frysti Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 20:09 Lögreglumenn að störfum á vettvangi. Getty/Dan Kitwood Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard. Bretland England Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Búið er að bera kennsl á tvær konur sem fundust í frysti í austurhluta Lundúna. Önnur konan var ungverskur ríkisborgari og bar nafnið Henriett Szucs og hafði verið búsett í Bretlandi í nokkur ár. Hún var 34 ára gömul þegar hún lét lífið. Fyrri konan sem fannst í frystinum var 38 ára gömul og staðfest hefur verið að það hafi verið kona að nafni Mihirican Mustafa, en hún hvarf þann 10. maí 2018. Lögreglan hefur leitað Henriett síðan árið 2016 en þá var síðast vitað um ferðir hennar, en vitað er að hún hafi talað við einstakling sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma. Krufning hefur verið gerð á líkum beggja kvenna en dánarorsök þeirra hefur ekki verið staðfest. Miklir áverkar fundust á líkum þeirra beggja. Simon Harding, yfirrannsóknarlögreglumaður morð- og stórglæpadeildar lögreglunnar biðlaði til fólks sem hefði upplýsingar um konurnar og tengsl þeirra við húsið sem þær fundust í að hafa samband við lögreglu, „okkur skilst að síðast hafi heyrst til hennar [Henriett] sumarið 2016 þegar hún talaði við einhvern sem hún þekkti í Ungverjalandi í síma; við þurfum að staðfesta að það hafi verið síðasta skiptið sem einhver var í sambandi við Henriett og ég vil biðja fólk sem hafði samband við hana seinna að hafa samband við teymið mitt.“ Húsið sem konurnar fundust í er í Canning Town hverfinu í Lundúnum, en lögreglu bar þar að garði þann 26. apríl síðastliðinn eftir að tilkynning barst um alvarlegt ástand karlkyns íbúa hússins. Líkin fundust eftir að lögregla leitaði í húsinu. Samkvæmt lögreglu hafast íbúar hússins ekki við þar í langan tíma, og flytji þeir sig flestir á milli staða reglulega, en margir þeirra eru einnig háðir eiturlyfjum. Fyrir viku síðan var Zarhid Younis ákærður í tvígang fyrir að koma í veg fyrir „löglega og siðsamlega greftrun líks,“ að sögn Scotland Yard.
Bretland England Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira