Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 23:37 Mike Pompeo í London í dag. AP/Mandel Ngan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei. Bandaríkin hafa beðið bandamenn sína um að hætta að nota tækni frá Huawei við uppbyggingu 5G samskiptakerfa og hafa sakað fyrirtækið um að starfa með og fyrir leyniþjónustu Kína. Hann sagði yfirvöld Kína reglulega stela tækni fyrirtækja og yfirvalda í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum og þá oft í gegnum netið og í hernaðarlegum tilgangi Ríkisstjórn landsins gæti samkvæmt lögum Kína, krafist aðgangs að gögnum sem flæða í gegnum kerfi Huawei og fyrirtækisins ZTE. Pompeo spurði af hverju nokkur aðili myndi veita ríkisstjórn, sem hafi þegar brotið af sér með afgerandi hætti á netheimum, þetta vald. Hann sagði að samband Breta og fyrirtækisins gæti komið niður á samvinnu ríkjanna í málefnum leyniþjónusta. Það væri þar að auki í hag Kínverja sem vilji reka fleyg á milli vestrænna bandamanna. Ráðherrann sagðist hafa trú á því að Bretar myndu ekki taka ákvörðun sem myndi ógna samvinnu þeirra við Bandaríkin. Forsvarsmenn Huawei segjast ekki starfa með leyniþjónustu Kína og engum stafi ógn af fyrirtækinu. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin væri ekki búin að taka endanlega ákvörðun um aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G samskiptakerfa þar í landi. Bandaríkin Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30 Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00 Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15 Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei. Bandaríkin hafa beðið bandamenn sína um að hætta að nota tækni frá Huawei við uppbyggingu 5G samskiptakerfa og hafa sakað fyrirtækið um að starfa með og fyrir leyniþjónustu Kína. Hann sagði yfirvöld Kína reglulega stela tækni fyrirtækja og yfirvalda í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum og þá oft í gegnum netið og í hernaðarlegum tilgangi Ríkisstjórn landsins gæti samkvæmt lögum Kína, krafist aðgangs að gögnum sem flæða í gegnum kerfi Huawei og fyrirtækisins ZTE. Pompeo spurði af hverju nokkur aðili myndi veita ríkisstjórn, sem hafi þegar brotið af sér með afgerandi hætti á netheimum, þetta vald. Hann sagði að samband Breta og fyrirtækisins gæti komið niður á samvinnu ríkjanna í málefnum leyniþjónusta. Það væri þar að auki í hag Kínverja sem vilji reka fleyg á milli vestrænna bandamanna. Ráðherrann sagðist hafa trú á því að Bretar myndu ekki taka ákvörðun sem myndi ógna samvinnu þeirra við Bandaríkin. Forsvarsmenn Huawei segjast ekki starfa með leyniþjónustu Kína og engum stafi ógn af fyrirtækinu. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórnin væri ekki búin að taka endanlega ákvörðun um aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G samskiptakerfa þar í landi.
Bandaríkin Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27 Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30 Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30 Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30 Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00 Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15 Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37 Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
CIA sakar Huawei um njósnir Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sakað Huawei um að þyggja fjármagn frá undirstofnunum varnarmálaráðuneytis Kína. 21. apríl 2019 10:27
Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. 30. janúar 2019 19:30
Kínverskur risi í klandri Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni. 2. febrúar 2019 09:30
Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 7. mars 2019 07:30
Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám. 24. apríl 2019 14:00
Huawei fagnar afstöðu ESB Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. 27. mars 2019 06:15
Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada. 1. mars 2019 19:37
Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi. 30. janúar 2019 12:15