Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Andri Eysteinsson skrifar 19. apríl 2019 09:06 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í morgun. Charles McQuillan Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019 Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira