Skipbrot valdhyggjunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun