Kolefnishlutlaus nýting Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. mars 2019 07:00 Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun