Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 13:16 Dagur segir fjármál Reykjavíkurborgar góð og hefur áhyggjur af þeirri umræðuhefð sem nú hefur skapast í borginni. Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. Erfiðleikar í samskiptum í Ráðhúsinu komu upp á yfirborðið þegar Stefán Eiríksson borgarritari, ritaði færslu inn á Facebook hóp starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem hann sagði framgöngu og hegðun nokkurra borgarfulltrúa vera fordæmalausa. Umræðan væri hætt að snúast um kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar vænt um óheiðarleika og léleg vinnubrögð. Það sé með öllu óásættanlegt. Tveir hafa hætt störfum vegna starfsumhverfisins. Í Sprengisandi í morgun ræddi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstur borgarinnar og segir alrangt að allt sé í rugli á öllum sviðum, en minnihlutinn hefur til að mynda verið gagnrýninn á rekstur borgarinnar. „Hafi einhver fengið þá tilfinningu að allt sé á heljarþröm í borginni þá er sú tilfinning röng. Ég held því fram að fjármál borgarinnar hafi aldrei staðið jafn vel. Uppbygging borgarinnar hafi aldrei verið jafn kröftug, að fjárfestingin hafi aldrei verið jafn mikil og aldrei jafn einbeitt í því að fjárfesta í hlutum sem snerta almenning,“ segir Dagur. Hann segir borgarstjórn vera að læra inn á þá nýju umræðuhefð sem vaxið hafi síðan í síðustu kosningum. Gríðarlega stór orð séu notuð og umræðan komin út fyrir öll mörk. „Við erum komin kannski í svipaða umræðu og var inni áþingi hjá ríkisstjórn eftir hrun. Þegar Vigdís Hauksdóttir þáverandi þingmaður og aðrir stóðu fyrir mjög svona harkalegri stjórnarandstöðu af litlu og stóru tilefni skulum við segja. Þannig að það er búið að innleiða ákveðna umræðuhefð inn í borgarmálin sem ekki var. Að minnsta kosti ekki á sama skala, ég held að við séum bara smátt og smátt að læra á það,“ segir hann um samskiptin í borginni.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira