„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 08:46 Joycelyn Savage og Azriel Clary mæta í réttarsal vegna máls R. Kelly í febrúar. Getty/Scott Olson Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. Fjölskyldur kvennanna hafa sakað R. Kelly um að halda þeim nauðugum og heilaþvegið þær. Sjá einnig: Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ R. Kelly kynntist konunum, Azriel Clary og Joycelyn Savage, þegar þær voru undir lögaldri. Þær eru nú 21 og 23 ára en Clary sagði í viðtalinu að R. Kelly hefði staðið í þeirri trú að hún væri orðin átján ára þegar þau hittust fyrst. Hún heldur því jafnframt fram að foreldrar sínir hafi hvatt hana til að segjast vera eldri en hún var til að komast í mjúkinn hjá Kelly. Savage tók í sama streng og sagði foreldra sína einnig hafa hvatt sig til að hefja samband við tónlistarmanninn í gróðaskyni. „Foreldrar okkar beggja eru að reyna að afla sér peninga og svindla. [..] Og þau eru bara í miklu uppnámi.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. WATCH: @GayleKing spoke to Joycelyn Savage & Azriel Clary about living with R. Kelly."When I first met Robert, my parents told me to lie about my age." -- ClaryBoth families have denied receiving any payments from Kelly.See more on @CBSThisMorning Thursday. pic.twitter.com/yg05KUh2BS— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 6, 2019 Foreldrar Clary og Savage halda því fram að Kelly hafi heilaþvegið dætur þeirra og haldi þeim nauðugum á heimili sínu. Í yfirlýsingu sem lögmenn foreldranna sendu frá sér í gær kemur fram að þau hafi aldrei beðið um eða þegið fé frá Kelly. Þá þvertaka þau einnig fyrir það að hafa selt R. Kelly dætur sínar, líkt og hann hélt fram í viðtali við CBS í gær. Kelly hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Hann lýsti sig saklausan og sagði ásakanirnar fáránlegar í viðtalinu í gær. Þá var hann handtekinn og fangelsaður í annað sinn á skömmum tíma í gærkvöldi vegna vanskila á meðlagi. Hann skuldar fyrrverandi eiginkonu sinni, Andreu Kelly, ríflega nítján milljónir króna í meðlag með börnum þeirra.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45