Fátækt fólk María Bjarnadóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun