Afmörkuð aðgerð utan við móðurplan stéttarfélaganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Aðilar í ferðaþjónustu óttast afleiðingar verkfallsaðgerða á greinina til skemmri og lengri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ég vænti þess að við fáum einhverjar leiðbeiningar frá Samtökum atvinnulífsins um helgina varðandi framkvæmdina. Við munum auðvitað fara að lögum og reglum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, um mögulegar verkfallsaðgerðir Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst næstkomandi mánudag meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem heyra undir kjarasamning félagsins og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að allir félagsmenn sem vinni samkvæmt umræddum kjarasamningi hafi atkvæðisrétt en sjálf verkfallsboðunin nær einungis til þeirra sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gistihúsum. Greiði meirihluti atkvæði með verkfallsboðuninni munu umræddir starfsmenn leggja niður störf kl. 10 föstudaginn 8. mars og mun vinnustöðvuninni ljúka kl. 23.59 um kvöldið nema samningar hafi tekist. Komi til verkfallsins munu þeir starfsmenn sem leggja niður störf fá greiddar 12 þúsund krónur fyrir skatt. „Þetta er í rauninni bara einstök og mjög afmörkuð aðgerð. Hún stendur svolítið sjálfstætt utan við okkar stærra móðurplan,“ segir Viðar. Ingibjörg, sem situr einnig í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem hún fóstrar gististaðanefnd, segir að nefndin muni koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Hún segir að allir séu sammála um að fólk eigi að hafa í sig og á. „Ég held að þrátt fyrir að það hafi kannski stefnt í þetta hafi samt allir vonað að þarna væri einhver glæta og það væri hægt að halda áfram og semja. Við vonum auðvitað áfram að þetta leysist en við verðum líka að vera með aðgerðaáætlanir og bregðast við þessu eins og við mögulega getum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að nú sé töluverð niðursveifla í gestafjölda og það sé staðreynd að þegar gestir heyri af verkfallsaðgerðum sem snúi jafnvel beint að þeim þá hætti þeir við að koma. „Þetta hefur áhrif bæði til skemmri og lengri tíma. Það sem ég hef kannski persónulega mestar áhyggjur af er það sem gerist í kjölfarið. Þetta hefur bein áhrif á viðskiptin því allar okkar áætlanir byggjast á því að það sé ekki röskun á starfseminni.“ Um þriðjungur starfsmanna Hótels Sögu er í Eflingu. Ingibjörg segir að staðan þar sé því ekki alveg vonlaus þótt verkfallsaðgerðir yrðu mjög slæmar fyrir starfsemina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira