Áhyggjur innan hótelgeirans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Hótel Saga. Vísir/vilhelm Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07