Áhyggjur innan hótelgeirans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Hótel Saga. Vísir/vilhelm Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Rekstraraðilar í hótelgeiranum hafa áhyggjur af framhaldi í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA). Svigrúmið til launahækkana sé ekki mikið enda laun einn stærsti rekstrarliður fyrirtækjanna. Atkvæðagreiðsla um fyrirhugaða vinnustöðvun ræstingafólks Eflingar þann 8. mars hófst í gær en deilt er um lögmæti hennar. Þar mun Félagsdómur hafa lokaorðið. Í gær var einnig sagt frá því hvert framhaldið verður. Hrina sex stuttra verkfalla, sem beinist helst að hótelum, veitingastöðum og hópferðabílafyrirtækjum, er á döfinni en hafi samningar ekki náðst í apríl verði boðað til allsherjarverkfalls. „Það er grafalvarlegt að beina þessu að hótelum og veitingastöðum. Þetta eru þau fyrirtæki sem slíkar aðgerðir ættu síst að beinast að enda forstjórar þeirra fæstir á forstjóralaunum,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Sögu og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hótel Sögu.Fréttablaðið/EyþórRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í gær að aðgerðirnar beindust gegn fyrirtækjum í þessum geira sem hefðu „breiðustu bökin“. „Það þykir mér sérkennilegt að beina þessu að stóru fyrirtækjunum. Þau eru langflest að passa upp á að fara eftir öllum lögum og reglum, standa skil og passa að aðstæður séu réttar,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að launakostnaður sé hjá ýmsum hótelum um helmingur útgjalda og hafi hækkað mikið eftir kjarasamninga 2015. Á sama tíma hægi á straumi ferðamanna til landsins og fyrirtæki gætu þurft að skera niður komi til mikilla hækkana. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, tekur í svipaðan streng. „Það er svigrúm til hækkana en ekki mikið. Það má ekki gleyma launatengdum gjöldum á borð við tryggingargjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði. Þau toga í,“ segir Davíð Torfi. „Ef það kemur til mikilla hækkana þá er ekki hægt að ýta því út í verðlagið enda Ísland nú þegar dýrt samanborið við önnur lönd.“ Bæði segja að unnið sé að því að láta vinnustöðvunina 8. mars hafa sem minnst áhrif komi til hennar. Samráð standi yfir um hverjir megi ganga í hvaða störf og vonast sé til þess að náist að taka á móti öllum gestum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur. 25. febrúar 2019 15:09
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum