Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum 15. febrúar 2019 14:32 Weld þótti fremur frjálslyndur repúblikani á sínum tíma. Í kosningabaráttunni árið 2016 kom hann Hillary Clinton meðal annars til varnar vegna rannsóknarinnar á tölvupóstum hennar. Vísir/EPA Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram gegn Donald Trump forseta í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Weld segist ætla að reyna að sigra eða að minnsta kosti að særa forsetann með framboði sínu. „Í hverju landi rennur upp sú stund sem þjóðhollir karlar og konur verða að rísa upp og láta raust sína heyrast. Þetta er sú stund í okkar landi,“ sagði Weld í New Hampshire í dag. Lofaði hann því að reyna að taka slaginn við Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post. Weld er 73 ára gamall og var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts árið 1990. Eftir að hann náði endurkjöri árið 1994 bauð hann sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings en tapaði fyrir John Kerry árið 1996. Árið 2016 sagði hann skilið við Repúblikanaflokkinn og bauð sig fram sem varaforsetaefni Frjálshyggjuflokksins í forsetakosningunum. Weld gekk aftur í Repúblikanaflokkinn fyrr í þessum mánuði. Á viðburðinum í dag sagðist Weld ætla að reyna að ákveða á næstu mánuðum hvort hann geti aflað nægilegs fjár til að bjóða sig fram gegn forsetanum. Stefnumál hans yrðu hefðbundin baráttumál repúblikana um ábyrgð í ríkisfjármálum. Talaði Weld tæpitungulaust um álit sitt á Trump forseta sem hann sakaði um að hegða sér eins og „hrekkjusvín á skólalóðinn“. Repúblikanar í Washington-borg sýndu einkenni þess að vera haldnir svokölluðu Stokkhólmsheilkenni gagnvart forsetanum. „Við þurfum ekki á sex árum til viðbótar af þeim skrípalátum sem við höfum séð að halda,“ sagði Weld. Í viðtali í vikunni viðurkenndi Weld að staða Trump innan flokksins væri sterk og að erfitt yrði að velta honum úr sessi. Mótframboð gæti þó blóðgað forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira