Facebook fimmtán ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira