Þróun verðlags á Íslandi Erna Bjarnardóttir skrifar 8. febrúar 2019 11:00 ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar