Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 10:15 Stefnt er að því að sigla 7 sinnum á dag þegar nýi Herjólfur verður tekinn í notkun. Hér má sjá nýju ferjuna í Póllandi, þar sem hún var smíðuð. Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“ Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Nýr Herjólfur á að koma í vor og hann verður að verulegu leyti rafknúinn. Sú breyting kostar meira en 800 milljónir sem þá leggst ofan á upphaflega kostnaðaráætlun; átti upphaflega að kosta 5 milljarða en er nú nálægt 6 milljörðum. Þessi hækkun er sama upphæð og til stendur að setja í borgarlínu af hálfu ríkisins næstu tvö árin.Þetta kom fram í viðtali Kastljóssins við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í gærkvöldi. Þar gekk Sigríður Hagalín mjög eftir svörum; hvort ekki væri augljóst að höfuðborgarbúar og nálæg byggðalög bæru hita og þunga af vegaframkvæmdum með hinum fyrirhuguðu vegatollum sem setja á upp víða við borgarmörk. Ráðherra vildi ekki meina að svo væri. Í lok samtalsins var Sigurður Ingi spurður um nýjan Herjólf.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi. Ráðherra telur það ekki vera svo að vegatollar leggist af meiri þunga á höfuðborgarbúa en aðra landsmenn þó vegtollahliðum verði komið upp þar.visir/vilhelmHeildarkostnaður borgarlínu á næstu fjórum árum eru 4,7 milljarðar. Hefur ríkið undirritað viljayfirlýsingu með sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að greiða helming þess kostnaðar. Í meirihlutaáliti umhverfis- og samgöngunefndar er gert ráð fyrir 300 milljónir af samgönguáætlun í Borgarlínu á þessu ári og 500 milljónir á því næsta. Ráðherra sagði að upphaflega hafi sú ferja verið hönnuð sem twin-ferja og hefur afhending dregist í um ár. Hann sagði að þróun í nýjum batteríum og rafbúnaði hafi á sama tíma verið hraður og verð farið lækkandi. „2017 fékk ráðuneytið tilboð um að það væri hægt að útfæra þetta þannig að ferjan yrði eingöngu rafknúin. Ávinningurinn er margþættur, skilar sér í eldsneytissparnaði, að sögn ráðherra, sem borgar upp aukinn kostnað á tíu árum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Sigríði Hagalín:Þetta er hærri upphæð en þið ætlið að setja í borgarlínu næstu tvö árin?„Þetta er svipuð fjárhæð.“Hefði ekki verið nær að gera gangskör í að fara í frekari framkvæmdir í almannasamgöngum á höfuðborgarsvæðinu?„Þá hefðum við þurft að fara í dýrari framkvæmdir á ferjunni seinna meir, taka hana úr rekstri, og það hefði kostað meiri fjármuni að gera þetta síðar. Fyrir utan rekstrartjónið að stoppa og leigja annað skip. Miklu dýrari aðgerð og seinna sem við hefðum fengið ávinninginn af þessari breytingu. Þess vegna var skynsamlegt að gera þetta strax.“
Alþingi Borgarlína Herjólfur Samgöngur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30 Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Sjá meira
Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. 17. janúar 2019 06:30
Herjólfur alfarið knúinn rafmagni fyrir 830 milljónir Gert er ráð fyrir að breytingin borgi sig upp á áratug. 29. janúar 2019 07:35