Nemendum vísað úr landi Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Birkisdóttir skrifar 31. janúar 2019 17:16 Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar