Nemendum vísað úr landi Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Birkisdóttir skrifar 31. janúar 2019 17:16 Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar