Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 13:02 Kamala Harris hefur vakið athygli fyrir harða andstöðu gegn Donald Trump. AP/Saul Loeb Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09