Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:13 Nicolás Maduro. Stephanie Keith/Getty Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela. Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela.
Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18