Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 13:45 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/NIGEL RODDIS Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans. Bretland Brexit Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans.
Bretland Brexit Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira