Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. janúar 2019 10:00 Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Japan í gær sem gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika á að komast í milliriðilinn í Köln. Fréttablaðið/AFp Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira