Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 11:30 Paul Whelan er sagður öryggisstjóri bílapartabirgja í Michigan í Bandaríkjunum. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Bandarískur maður sem var handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir var þar til að vera viðstaddur brúðkaup og er saklaus, að sögn fjölskyldu hans. Rússnesk yfirvöld hafa ekki veitt frekari upplýsingar um meintar sakir mannsins. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Rússneska ríkisöryggisþjónustan FSB sakar Whelan um njósnir og segist hafa handtekið hann á föstudag. „Sakleysi hans er óumdeilt og við treystum á að réttindi hans verði virt,“ sagði fjölskyldan Whelan í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á nýársdag, að því er segir í frétt Reuters. David Whelan segir að bróðir sinn hafi farið margsinnis til Rússland, bæði í einkaerindinum og í vinnuferðir. Hann hafi verið leiðsögumaður fyrir hóp brúðkaupsgesta í brúðkaupi fyrrum félaga hans úr landgönguliðinu. Þegar hann hvarf skyndilega á föstudag hafi vinir hans tilkynnt um að hans væri saknað. Reuters hefur eftir fyrrverandi skrifstofustjóra bandarísku leyniþjónustunnar í Moskvu að mögulegt og jafnvel líklegt sé að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um handtöku Whelan til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem var handtekin og játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að því hafi borist tilkynning frá Rússum um að bandarískur borgari hafi verið handtekinn. Það búist við því að sendistarfsmenn Bandaríkjanna í Rússlandi fái aðgang að Whelan eins og Vínarsáttmálinn kveður á um. Athygli vekur að myndin að ofan, sem fjölskyldan Whelan kom til erlendra fjölmiðla, er tekin á Íslandi.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21