Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 12:40 Whelan var handtekinn í Moskvu fyrir viku. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega. Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega.
Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23