Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 10:05 Mary Schlais var 25 ára þegar hún fannst látin árið 1974. Lögregluembættið í Dunn-sýslu Karlmaður á níræðisaldri var handtekinn í bænum Owatonna í Minnesota á fimmtudag, grunaður um að hafa orðið 25 ára konu að bana fyrir fimmtíu árum síðan. Mary K. Schlais fannst látin í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í febrúar árið 1974. Hún hafði verið að húkka far til Chicago þar sem hún ætlaði á listasýningu. Lögreglumenn töldu eitthvað saknæmt hafa átt sér stað og ræddu við fjölda manns við rannsóknina. Aldrei fannst neinn sem talinn var hafa framið verknaðinn. Síðustu áratugi hafa ýmsir lögreglufulltrúar tekið við rannsókninni og skoðað vísbendingar, án árangurs. Nýlega fór lögregluembættið í Dunn-sýslu í Wisconsin að vinna með erfðafræðingum við Ramapo-háskóla í New Jersey. Þeim tókst að tengja hinn 84 ára gamla Jon Miller við málið með gena- og DNA-rannsóknum. Það hefur ekki verið greint frá því hvernig nákvæmlega var farið að því að tengja Miller við morðið. Á miðvikudag heimsóttu lögreglufulltrúar Miller og þar játaði hann tengsl sín við andlát Schlais. Hann var handtekinn í kjölfarið. Að þeirra sögn var hann nokkuð rólegur vegna handtökunnar. „Ég tel meira að segja að honum hafi verið nokkuð létt eftir að hafa haldið þessu leyndarmáli í fimmtíu ár. Þetta hlýtur að hafa verið honum ofarlega í huga næstum því hvern einasta dag. Það væri það að minnsta kosti hjá öllum með einhverja samvisku,“ hefur CNN eftir lögreglustjóranum Kevin Bygd. Fjölskyldu Schlais var létt við að heyra af því að morðinginn hafi loksins fundist eftir öll þessi ár. Þau voru lögreglunni afar þakklát fyrir að gefast ekki upp. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Mary K. Schlais fannst látin í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í febrúar árið 1974. Hún hafði verið að húkka far til Chicago þar sem hún ætlaði á listasýningu. Lögreglumenn töldu eitthvað saknæmt hafa átt sér stað og ræddu við fjölda manns við rannsóknina. Aldrei fannst neinn sem talinn var hafa framið verknaðinn. Síðustu áratugi hafa ýmsir lögreglufulltrúar tekið við rannsókninni og skoðað vísbendingar, án árangurs. Nýlega fór lögregluembættið í Dunn-sýslu í Wisconsin að vinna með erfðafræðingum við Ramapo-háskóla í New Jersey. Þeim tókst að tengja hinn 84 ára gamla Jon Miller við málið með gena- og DNA-rannsóknum. Það hefur ekki verið greint frá því hvernig nákvæmlega var farið að því að tengja Miller við morðið. Á miðvikudag heimsóttu lögreglufulltrúar Miller og þar játaði hann tengsl sín við andlát Schlais. Hann var handtekinn í kjölfarið. Að þeirra sögn var hann nokkuð rólegur vegna handtökunnar. „Ég tel meira að segja að honum hafi verið nokkuð létt eftir að hafa haldið þessu leyndarmáli í fimmtíu ár. Þetta hlýtur að hafa verið honum ofarlega í huga næstum því hvern einasta dag. Það væri það að minnsta kosti hjá öllum með einhverja samvisku,“ hefur CNN eftir lögreglustjóranum Kevin Bygd. Fjölskyldu Schlais var létt við að heyra af því að morðinginn hafi loksins fundist eftir öll þessi ár. Þau voru lögreglunni afar þakklát fyrir að gefast ekki upp.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira