Ekki púað á Snorra Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2024 14:51 Snorri Másson frambjóðandi var ræðumaður á Herrakvöldi UMF Selfossi á föstudagskvöldið. Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs komst á snoður um að ræða hans hafi fjallið í grýttan jarðveg, hafði Karen Kjartansdóttur fyrir því en eitthvað hefur farið á milli mála. vísir/samsett Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti. Um er að ræða framgöngu á herrakvöldi á Selfossi þar sem Snorri Másson frambjóðandi var annar ræðumanna. Hinn var Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og kampavínsinnflytjandi. En tónlistina annaðist Ingó veðurguð. Í frásögn Mannlífs kemur fram að Snorri hafi hrökklast af sviðinu við illan leik. „Óánægja með boðskap ræðumannsins magnaðist og Snorri gafst upp á að halda áfram með ræðu sína og steig af sviðinu. Hávært klapp og fögnuður gaf til kynna að viðstaddir söknuðu hans ekki. Margir telja kvöldið hafa verið eftirminnilegt en að uppákoman hafi ekki aukið vinsældir Miðflokksins …“ segir Mannlíf. Ekki segja Reyni af herrakvöldi á Selfossi Hvað er satt og hvað er logið í þessari einkennilegu frásögn? Vísir grófst fyrir um það og byrjaði á heimildarmanninum sem óvart var upplýst um í upprunalegu útgáfunni. Karen Kjartansdóttir ráðgjafi, sem nú um stundir starfar fyrir Framsóknarflokkinn. Í skjáskoti sem gengur manna á millum, af fréttinni eins og hún birtist í fyrstu, kemur fram að Reynir vann fréttina upp úr skilaboðasendingum þeirra á milli. Skilaboðin birtust neðan við fréttina, copy-paste mistök ef svo má segja. Mikil stemmning var á herrakvöldinu og þar var ýmislegt sér til dundurs gert eins og sjá má á þessum aðgöngumiða. „Aldrei segja Reyni Traustasyni af Herrakvöldi Selfoss, hann mun afrita nafn heimildarmannsins og greina þannig fá því sem hann segir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Aðallega hlæja þó. Karen segir að Reynir hafi haft samband við sig, því hann hafi heyrt þetta úr öðrum áttum og spurt sig út í þetta herrakvöld. En hún hafi vissulega ekki sjálf verið á því en heyrði í mörgum sem voru á téðu Herrakvöldi. Og sá dómur hafi fallið þar, meðal annars í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum þar sem menn gerast sýslumannslegir, að þetta hafi verið erfitt hjá frambjóðandanum. Það hafi þetta verið altalað. Erfir ekki særindi Framsóknarmanna En hvað segir Snorri sjálfur? „Já, ertu að tala um Framsóknarfréttina. Frétt Karenar Kjartansdóttur?“ spyr Snorri sem var á leið í klippingu þegar Vísir náði í skottið á honum. Varstu púaður af sviðinu? „Hahaha, nei, alls ekki,” segir Snorri. Hann segir að allir sem þarna hafi verið geti vitnað um það. Snorri segir þetta reyndar hafa verið einkar ánægjulega stund. „Ég hafði mikla ánægju af herrakvöldinu á föstudaginn og erfi það ekki við Framsóknarmenn að verða sárir yfir málflutningi mínum.“ Snorri telur að þetta hafi kannski fallið í grýttan jarðveg hjá einum Framsóknarmanni en það hafi verið viðbúið. Mælir með Snorra sem ræðumanni Hvað er satt og hverju er logið í þessu dularfulla máli? Í raun verður að kveða til dómara og hann er Tómas Þóroddsson veitingamaður, sem er einn þeirra sem stóð fyrir kvöldinu. Tómas segir að Snorri hafi komist vel frá sínu og hann mælir með honum, klárlega, sem ræðumanni. Með honum á myndinni er Ingó tónlistarmaður sem lokaði kvöldinu með glæsibrag. „Nei. Það var ekki púað. Það voru einhver frammíköll: „Þetta á ekki að vera stjórnmálafundur!“ Og: „Þetta er ekki stjórnmálafundur, hættu þessari pólitík.“ En það var lágt,“ segir Tómas. En var hann púaður af sviðinu? „Neinei, hann kláraði ræðuna sína. Ég veit auðvitað ekkert um það hvort hann stytti ræðuna. En hann var að tala um steggjunina sína, að þar hafi hann kynnst Sigmundi Davíð og af hverju hann fór út í þetta. Þetta var enginn áróður, alls ekki. Mér fannst hann komast vel frá þessu.“ Og þú mælir með honum sem ræðumanni? „Já, klárlega, ég mæli með honum á herrakvöld. Og, ég held að Karen hafi ekki verið þarna. Enda, herrakvöld,“ segir Tómas. Og þar höfum við það. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Samkvæmislífið Árborg Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Um er að ræða framgöngu á herrakvöldi á Selfossi þar sem Snorri Másson frambjóðandi var annar ræðumanna. Hinn var Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og kampavínsinnflytjandi. En tónlistina annaðist Ingó veðurguð. Í frásögn Mannlífs kemur fram að Snorri hafi hrökklast af sviðinu við illan leik. „Óánægja með boðskap ræðumannsins magnaðist og Snorri gafst upp á að halda áfram með ræðu sína og steig af sviðinu. Hávært klapp og fögnuður gaf til kynna að viðstaddir söknuðu hans ekki. Margir telja kvöldið hafa verið eftirminnilegt en að uppákoman hafi ekki aukið vinsældir Miðflokksins …“ segir Mannlíf. Ekki segja Reyni af herrakvöldi á Selfossi Hvað er satt og hvað er logið í þessari einkennilegu frásögn? Vísir grófst fyrir um það og byrjaði á heimildarmanninum sem óvart var upplýst um í upprunalegu útgáfunni. Karen Kjartansdóttir ráðgjafi, sem nú um stundir starfar fyrir Framsóknarflokkinn. Í skjáskoti sem gengur manna á millum, af fréttinni eins og hún birtist í fyrstu, kemur fram að Reynir vann fréttina upp úr skilaboðasendingum þeirra á milli. Skilaboðin birtust neðan við fréttina, copy-paste mistök ef svo má segja. Mikil stemmning var á herrakvöldinu og þar var ýmislegt sér til dundurs gert eins og sjá má á þessum aðgöngumiða. „Aldrei segja Reyni Traustasyni af Herrakvöldi Selfoss, hann mun afrita nafn heimildarmannsins og greina þannig fá því sem hann segir,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. Aðallega hlæja þó. Karen segir að Reynir hafi haft samband við sig, því hann hafi heyrt þetta úr öðrum áttum og spurt sig út í þetta herrakvöld. En hún hafi vissulega ekki sjálf verið á því en heyrði í mörgum sem voru á téðu Herrakvöldi. Og sá dómur hafi fallið þar, meðal annars í vöfflukaffi hjá Framsóknarmönnum þar sem menn gerast sýslumannslegir, að þetta hafi verið erfitt hjá frambjóðandanum. Það hafi þetta verið altalað. Erfir ekki særindi Framsóknarmanna En hvað segir Snorri sjálfur? „Já, ertu að tala um Framsóknarfréttina. Frétt Karenar Kjartansdóttur?“ spyr Snorri sem var á leið í klippingu þegar Vísir náði í skottið á honum. Varstu púaður af sviðinu? „Hahaha, nei, alls ekki,” segir Snorri. Hann segir að allir sem þarna hafi verið geti vitnað um það. Snorri segir þetta reyndar hafa verið einkar ánægjulega stund. „Ég hafði mikla ánægju af herrakvöldinu á föstudaginn og erfi það ekki við Framsóknarmenn að verða sárir yfir málflutningi mínum.“ Snorri telur að þetta hafi kannski fallið í grýttan jarðveg hjá einum Framsóknarmanni en það hafi verið viðbúið. Mælir með Snorra sem ræðumanni Hvað er satt og hverju er logið í þessu dularfulla máli? Í raun verður að kveða til dómara og hann er Tómas Þóroddsson veitingamaður, sem er einn þeirra sem stóð fyrir kvöldinu. Tómas segir að Snorri hafi komist vel frá sínu og hann mælir með honum, klárlega, sem ræðumanni. Með honum á myndinni er Ingó tónlistarmaður sem lokaði kvöldinu með glæsibrag. „Nei. Það var ekki púað. Það voru einhver frammíköll: „Þetta á ekki að vera stjórnmálafundur!“ Og: „Þetta er ekki stjórnmálafundur, hættu þessari pólitík.“ En það var lágt,“ segir Tómas. En var hann púaður af sviðinu? „Neinei, hann kláraði ræðuna sína. Ég veit auðvitað ekkert um það hvort hann stytti ræðuna. En hann var að tala um steggjunina sína, að þar hafi hann kynnst Sigmundi Davíð og af hverju hann fór út í þetta. Þetta var enginn áróður, alls ekki. Mér fannst hann komast vel frá þessu.“ Og þú mælir með honum sem ræðumanni? „Já, klárlega, ég mæli með honum á herrakvöld. Og, ég held að Karen hafi ekki verið þarna. Enda, herrakvöld,“ segir Tómas. Og þar höfum við það.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Samkvæmislífið Árborg Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira