Að halda út Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. janúar 2019 07:00 Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust ætla margir að breyta til betri vegar á nýju ári, temja sér hollari matarvenjur og hreyfa sig reglulega. Þau sem hafa tekið helst til hraustlega til matar síns, borðað salt og reykt kjöt og sælgæti ætla sér bót og betrun – hollari mat. Sum ætla kannski að forðast kjöt með öllu í janúar. Þau metnaðarfyllstu taka þátt í veganúar og borða einungis grænfæði fyrsta mánuð ársins. Aðrir hafa ef til vill drukkið ótæpilega í desember, og einsetja sér að setja tappann í flöskuna, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel hafa einhverjir lofað sjálfum sér þurrum janúar, eða enn lengri tíma án víns. Vafalaust eru líka margir sem hafa eytt jólafríinu við sjónvarpið í sófanum og látið alla hreyfingu lönd og leið. Mörg úr þeim hópi hafa einsett sér að taka hraustlega á því í ræktinni á nýju ári. Ætla á skíði, út að ganga, hlaupa eða hjóla. Auðvitað er það mannskepnunni eðlislægt að vilja taka til í eigin ranni, laga það sem úrskeiðis fer. Enginn er fullkominn og því ljóst að allir eiga eitthvað inni, geta lifað heilsusamlegra lífi. Allt það sem að ofan er nefnt er líka jákvætt ef út í það er farið. Fjölbreytt og heilbrigt mataræði er ekki bara gott fyrir einstaklinga, heldur getur rétt mataræði haft mikil áhrif á umhverfið – dregið úr sóun og mengun. Nú síðast í gær sagði náttúrufræðingurinn rómaði Sir David Attenborough að stærsta mögulega framlag hvers einstaklings til umhverfismála væri að hætta að borða kjöt. Ekki þarf heldur að fjölyrða um þau áhrif sem óhófleg sykurneysla hefur á einstaklinga og samfélagið í heild. Sama gildir um áfengið sem er böl margra einstaklinga og fjölskyldna þegar þess er neytt í óhófi. Óregla er líklega stærsta undirrót félagslegrar ógæfu á Vesturlöndum. Óþarft er að fjölyrða um hreyfinguna sem eflir heilsu og kætir lund. Því er meira að segja haldið fram að hreyfing sé öflugasti vímugjafinn – vímugjafi sem getur fengist ókeypis. Fyrirheit um bót og betrun er því bara af hinu góða. Gallinn er sá að margir ætla sér of mikið á of stuttum tíma. Enginn verður að þrautþjálfuðum langhlaupara á einum mánuði. Þetta er ef til vill ástæða þess að varla er hægt að fá pláss á hlaupabretti í líkamsræktarstöðvunum á þessum tíma árs. Það verður svo auðveldara eftir því sem vikunum á nýju ári líður fram. Margir ætla sér einfaldlega um of. Springa á limminu – kaupa kort og nota örfáa tíma. Kannski er líka óraunhæft að ætla að umturna hreyfingu og matar- og drykkjarvenjum sínum á örfáum vikum. Og kannski er einfaldlega ekkert að því að sleppa fram af sér beislinu í mat og drykk annað slagið og leyfa líkamanum að jafna sig eftir hreyfingu þess á milli. Sennilega er þó allt best í hófi þegar öllu er á botninn hvolft. Eitt skref í einu og lífsstílsbreytingar verða líklegri til að skila varanlegum árangri en skyndiátak til að friða vonda samvisku eftir hátíðarnar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun