Segja Bandaríkjastjórn hafa handtekið Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 18:23 Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40