Segja Bandaríkjastjórn hafa handtekið Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 18:23 Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40