Setti upp keppni til að slá við stráknum sem vildi naggana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 11:09 Yusaku Maezawa sló við Carter Wilkinson og á nú heimsins útbreiddasta tíst. Mynd/Samsett Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014 Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa er nú þess heiðurs aðnótandi að eiga það tíst sem hefur verið oftast endurtíst (e. retweet). Með því sló hann við tísti bandarísks tánings sem bað um ársbirgðir af kjúklinganöggum árið 2017. Á laugardaginn tísti Maezawa að í tilefni gríðarlegs söluárangurs fyrirtækis hans, netverslunarinnar Zosotown, ætlaði hann að gefa 100 af þeim sem myndu endurtísta tístinu á næstu tveimur dögum eina milljón jena, um eina milljón króna.ZOZOTOWN新春セールが史上最速で取扱高100億円を先ほど突破!!日頃の感謝を込め、僕個人から100名様に100万円【総額1億円のお年玉】を現金でプレゼントします。応募方法は、僕をフォローいただいた上、このツイートをRTするだけ。受付は1/7まで。当選者には僕から直接DMします! #月に行くならお年玉pic.twitter.com/cKQfPPbOI3 — Yusaku Maezawa (MZ) 前澤友作 (@yousuck2020) January 5, 2019 Viðbrögðin stóðu ekki á sér en þegar þetta er skrifað hefur tístinu verið endurtíst 4,8 milljón sinnum sem gerir tístið útbreiddara en tíst bandaríska táningsins Carter Wilkinson. Árið 2017 sendi hann skilaboð á Twitter til skyndibitakeðjunnar Wendy's um hversu mörg endurtíst hann þyrfti að ná til þess að fá ókeypis ársbirgðir af kjúklinganöggum. 18 milljónir var svarið sem hann fékk til baka og hófst Wilkinson þá handa við að safna endurtístum. Þrátt fyrir að táningurinn hafi ekki náð takmarkinu sem Wendy's setti honum náði hann upp í 3,6 milljón endurtíst, heimsmet þangað til nú. Sló hann þar með spjallþáttastjórnandanum Ellen deGeneres sem átt metið á undan honum, með svokallaðri sjálfu frá Óskarsverðlaunahátíðinni.HELP ME PLEASE. A MAN NEEDS HIS NUGGS pic.twitter.com/4SrfHmEMo3 — Carter Wilkerson (@carterjwm) April 6, 2017 Maezawa komst í heimsfréttirnar á síðasta ári er hann tryggði sér sæti sem farþegi í fyrsta farþegaflugi bandaríska geimfyrirtækisins Space X í kringum tunglið árið 2023. Japanski milljarðamæringurinn er 18. ríkasti maður Japans og eru eignir hans metnar á um 327 milljarða hena, um 350 milljóna íslenskra króna.If only Bradley's arm was longer. Best photo ever. #oscarspic.twitter.com/C9U5NOtGap — Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) March 3, 2014
Japan Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira