Biden telur sig líklegastan til að sigra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 23:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. EPA/LISA HORNAK Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55