Telur milljónir geta sparast á útboði raforku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“ Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Heildarraforkuinnkaup A-hluta Reykjavíkurborgar námu rúmum 665 milljónum króna á síðasta ári. Innkaupin eru ekki útboðsskyld þar sem um viðskipti við fyrirtæki í eigu borgarinnar er að ræða. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur engu að síður að efna eigi til útboðs enda sparist þannig tugir milljóna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Björns Gíslasonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, á fundi innkauparáðs 29. nóvember. Fréttablaðið sendi í kjölfarið borginni fyrirspurn um á hvaða taxta A-hluti borgarinnar keypti orku. Þar kemur fram að borgin greiði Landsneti á bilinu 1,73-18,6 krónur fyrir hverja kílóvattstund vegna orkuflutnings. Þá nema greiðslur vegna dreifingar 4,24-4,69 krónum á kílóvattstund og greiðslur fyrir orku eru á bilinu 5,67-6,09 krónur. Í bókun Björns á fyrrgreindum fundi segir að það sé með öllu óásættanlegt að orkukaup borgarinnar séu ekki boðin út. Öllum megi vera ljóst að borgin sé að þverbrjóta innkaupareglur sínar en í þeim kemur fram að skylt sé að viðhafa innkaupaferli sé fyrirsjáanlegt að fjárhæð vörukaupa verði hærri en sjö milljónir. Í bókun fulltrúa meirihlutans er bent á að innkaup milli opinberra aðila um raforku falli ekki undir lög um opinber innkaup. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir síðan að innkaupareglur borgarinnar verði að túlka með hliðsjón af lögum um opinber innkaup og því stofnist ekki skylda til að bjóða orkukaupin út. „Þó að það sé ekki skylt að bjóða þetta út þá er ekkert sem bannar slíkt. Mér sýnist borgin geta sparað á bilinu níu til tíu prósent með því að kaupa orkuna á lægsta verði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Hagsmunir borgarinnar eru að kaupa orkuna á sem hagstæðustu verði. Það skiptir miklu máli að borgin sé skynsöm í innkaupum en við höfum undanfarið séð dæmi um að svo sé ekki,“ segir Eyþór. Borgin kaupir orku af Orku náttúrunnar sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR). OR er að langstærstum hluta í eigu borgarinnar eða að 94 prósentum. Aðspurður um það hvort það samræmist ekki hag borgarinnar sem best að kaupa orku af sínu eigin félagi segir Eyþór að svo sé ekki. „Það sem vegur þyngst í þessu er að það sé virk samkeppni. Með því að kaupa án útboðs af OR þá er verið að stuðla að fákeppni og gera fyrirtækinu kleift að hafa verðskrána hærri en það þyrfti. Það er einn hópur sem tapar í þessu öllu saman og það er almenningur. Hann ætti að njóta lægsta verðsins hvort sem það er í gegnum borgina eða beint til sín,“ segir Eyþór. „Það hefur verið talað um að bjóða meira út og það er ekkert sem bannar það. Við teljum einsýnt að borgin eigi að afla tilboða og lækka kostnað sinn.“
Borgarstjórn Orkumál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira