Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 18:00 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Frumvarp um breytingu á húsleigulögum voru samþykkt til laga á Alþingi í dag. Meðal breytinganna er afnám undanþágu leigusala frá upplýsingarétti almennings. Frumvarpinu, sem lagt var fram af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, er ætlað að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Með nýju lögunum verður óheimilt að semja um að leigufjárhæð í tímabundnum samningum taki breytingum á fyrstu tólf mánuðum samningsins. Þá verða leigusalar sem skráðir eru í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ekki undanþegnir upplýsingarétti almennings en hingað til hafa þeir verið undanþegnir rétti almennings til aðgangs að gögnum. Einnig hefur skyldan til að skrá leigusamninga í leiguskrá HMS verið útvíkkuð á þann máta að allir sem leigja út húsnæði til íbúðar þurfa að skrá samninginn. Áður þurfti einungis að skrá leigusamningana ef leigusali var að leigja út tvær eða fleiri íbúðir. Að lokum verður skattaívilnun vegna leigutekna leigusala háð skráningu leigusamnings í leiguskrá. „Lögin auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda sem og upplýsingar um leigumarkaðinn. Þau marka þannig tímamót og sýna hvernig við í ríkisstjórninni ætlum og erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frumvarpinu, sem lagt var fram af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, er ætlað að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Með nýju lögunum verður óheimilt að semja um að leigufjárhæð í tímabundnum samningum taki breytingum á fyrstu tólf mánuðum samningsins. Þá verða leigusalar sem skráðir eru í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ekki undanþegnir upplýsingarétti almennings en hingað til hafa þeir verið undanþegnir rétti almennings til aðgangs að gögnum. Einnig hefur skyldan til að skrá leigusamninga í leiguskrá HMS verið útvíkkuð á þann máta að allir sem leigja út húsnæði til íbúðar þurfa að skrá samninginn. Áður þurfti einungis að skrá leigusamningana ef leigusali var að leigja út tvær eða fleiri íbúðir. Að lokum verður skattaívilnun vegna leigutekna leigusala háð skráningu leigusamnings í leiguskrá. „Lögin auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda sem og upplýsingar um leigumarkaðinn. Þau marka þannig tímamót og sýna hvernig við í ríkisstjórninni ætlum og erum að taka húsnæðismálin föstum tökum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira