Macron er í töluverðu klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Mótmælandi stillir sér upp við brennandi bíl í París um helgina. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40