Macron er í töluverðu klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Mótmælandi stillir sér upp við brennandi bíl í París um helgina. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40