Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 08:00 Frá COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni. Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Póllandi samþykkti ályktun þar sem nýrri vísindaskýrslu um áhrif 1,5°C hnattrænna hlýnunar hefði verið fagnað. Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í nóvember. Aðildarríkin höfðu óskað eftir að hún yrði tekin saman eftir að samþykkt var í Parísarsamkomulaginu árið 2015 að reyna að halda hlýnun innan við 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Niðurstöður skýrslunnar vöktu mikla athygli, ekki síst að heimsbyggðin sé víðsfjarri því að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun mannkynsins verði hlýnunin nær 3°C fyrir lok aldarinnar. Draga þurfi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þegar fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi ætluðu að álykta um að þeir tækju skýrslunni opnum örmum andmæltu fulltrúar ríkjanna fjögurra. Þeir kröfðust þess að í ályktuninni segðist fundurinn veita skýrslunni „eftirtekt“. Kröfurnar leiddu til langdreginna samningaviðræðna um málamiðlun um orðalag ályktunarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. Bandaríkjamenn, Rússar, Sádar og Kúveitar sátu fastir við sinn keip og komu í veg fyrir að fundurinn samþykkti nokkuð um vísindaskýrsluna. Enn er þó ekki loku fyrir það skotið að þegar ráðherrar mæta til fundarins nú í vikunni muni þeir aftur reyna að gera skýrsluna að miðpunkti ráðstefnunnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin voru leiðandi þegar Parísarsamkomulagið var fyrst gert í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Eftir að Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti hefur ríkisstjórn hans tilkynnt um að hún ætli að draga sig úr samkomulaginu og dregið til baka nær allar loftslagsaðgerðir heima fyrir. Bandaríkin senda enga háttsetta embættismenn á loftslagsráðstefnuna að þessu sinni.
Bandaríkin Loftslagsmál Mið-Austurlönd Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Enski náttúrufræðingurinn var málsvari íbúa jarðar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. Sagði hann loftslagsbreytingar stærstu ógn mannkyns í árþúsundir. 3. desember 2018 13:54
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00