Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 10:02 Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Vísir/AP Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17