Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 10:02 Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Vísir/AP Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. Í upphafi beindu mótmælendur, sem kenna sig við gul öryggisvesti sem þeir klæðast, spjótum sínum fyrst og fremst að Emmanuel Macron Frakklandsforseta og hækkuðum álögum á eldsneyti en síðan þá hafa kröfurnar breyst og þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og þá hafa fleiri bæst í hópinn.Hátt í tvö þúsund manns voru handteknir í óeirðunum í gær.Vísir/APÓeirðir brutust út í nokkrum borgum í Frakklandi eins og Marseille, Bordeaux, Lyon og Toulouse en það var Parísarborg sem varð verst úti í óeirðunum en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar segir að skemmdarverkin hefðu verið mun meiri í gær en síðustu laugardaga. Mótmælendur hrópuðu í sífellu „Macron, segðu af þér“ á Champs-Elysees breiðgötunni í París en forsetinn er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.Borgaryfirvöld ákváðu að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar til að koma í veg fyrir tjón.Vísir/apHidalgo borgarstjóri Parísar segir að margir veitingahúsa-og verslunareigendur hefðu orðið fyrir barðinu á óeirðarseggjum en hundruð verslana í borginni var skellt í lás og lokaðar með flekum. Þá ákváðu borgaryfirvöld að girða af helstu ferðamannastaði borgarinnar. Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja að Frakklandsforseti sé „fulltrúi borgarelítunnar“ og ekki í tengslum við almenning.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17