Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 09:34 Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum. EPA/ Jim Lo Scalzo Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17