Trump dregur niðurstöður loftslagsskýrslunnar í efa Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 23:24 Trump stóð fyrir svörum fyrir utan Hvíta húsið í dag. EPA/ Shawn Thew Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna dregur í efa niðurstöður nýlegrar skýrslu í loftslagsmálum sem unnið var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan dró fram dökka mynd af efnahagslegri framtíð Bandaríkjanna, erfiðleikum við ræktun matvæla og fleiri vandamálum. Trump var spurður út í skýrsluna af blaðamönnum fyrir framan Hvíta húsið í Washington í dag. BBC greinir frá. Trump sagði í viðtölum ekki trúa niðurstöðu skýrslunnar og sagði að aðrar þjóðir þyrftu að taka til hendinni í loftslagsmálum og nefndi þar helst Kína og Japan. Trump sagði einnig að Bandaríkin hefðu aldrei verið „hreinni“ en sagði það ekki skipta máli ef heimurinn allur væri „skítugur“. „Ég vil hreint loft, ég vil hreint vatn, mjög mikilvægt,“ sagði forsetinn.Sjá einnig: Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð BandaríkjamannaÁður hafði talskona Hvíta Hússins, Lindsay Walters sagt skýrsluna villandi og óáreiðanlega. Skýrslan gerði ráð fyrir allra verstu mögulegu útkomu og gerði ekki ráð fyrir þeim tækniframförum sem munu verða á næstu áratugum. Í skýrslunni var til dæmis fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á efnahagslíf Bandaríkjanna. Í skýrslunni var því spáð að fyrir lok 21. aldarinnar myndi árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum nema hundruðum milljarða dala. Sú upphæð er meiri en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna. Fyrrum mótherji Trump í forsetakosningunum 2016, demókratinn Hillary Clinton, sakaði Trump stjórnina um óheiðarleika í kringum skýrsluna. Clinton sagði stjórnina hafa með því að birta skýrsluna daginn eftir Þakkagjörðahátiðina reynt að þagga hana niður. The Trump administration tried to bury a federally-mandated climate change study by releasing it the Friday after Thanksgiving. Here's what they didn't want you to hear: — Hillary Clinton (@HillaryClinton) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Hópur fólk reyndi að komast yfir landamærin í kjölfar mótmæla gegn því hversu lengi tekur að fara yfir hælisumsóknir þeirra í Bandaríkjunum. 26. nóvember 2018 07:33
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Trump veltir fyrir sér ríkisrekinni sjónvarpsstöð til höfuðs CNN Bandaríkjaforseti Donald Trump sagði á Twitter síðu sinni að mögulega yrði sett upp ríkisrekin sjónvarpsstöð til höfuðs CNN sem hann segir rægja Bandaríkin. 26. nóvember 2018 22:28
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00