Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið.
Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.
Tenging krabbameins við brjóstapúða
Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust.Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna.
252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.
Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:
- Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilrauna
- Sjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna.
- Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamál
- Eftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingum
- Skurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum.
Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir.
Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja.