Fjöldi fólks látið lífið vegna lífshættulegra lækningatækja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 11:03 Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað. Getty Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Sjúklingar um allan heim þjást og margir hafa látið lífið vegna gallaðra lækningatækja sem komast á markað sökum lítils regluverks og skorts á gagnsæi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ sem heitir The Implant Files, eða ígræðsluskjölin. Gangráðar, mjaðmaliðir, getnaðarvarnir og brjóstapúðar eru meðal þeirra lækningatækja sem hafa valdið fólki vandræðum og margir hafa þannig þurft að fara í frekari aðgerðir og fjöldi fólks hefur látið lífið. Í einhverjum tilfellum hafa tækin ekki verið prófuð á sjúklingum áður en þau hafa verið sett á markað.Tenging krabbameins við brjóstapúða Á árunum 2015 til 2018 fengu eftirlitsstofnanir tilkynningar um 62.000 slík frávik. Þriðjungur málanna hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana og 1004 létust. Í Bandaríkjunum hefur matvæla og lyfjaeftirlitið safnað 5,4 milljónum frávika síðasta áratuginn. Oft voru tilkynningarnar frá framleiðendum sem tilkynntu um galla í tækjum sem höfðu komið upp annars staðar í heiminum. Í 1,7 milljónum tilfella var um að ræða alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga og nær 83 þúsund dauðsföll. Í 500 þúsund tilfellum þurfti að fjarlægja ígræðsluna. 252 blaðamenn frá 59 fjölmiðlum í 36 löndum komu að umfjöllun ICIJ.Meðal þess helsta sem kemur fram í umfjölluninni er:Gervimjaðmir eru seldar til sjúkrahúsa án nokkurra klínískra tilraunaSjaldgæft eitlakrabbamein hefur verið rakið til ákveðinnar tegundar brjóstapúða sem grædd hefur verið í milljónir kvenna. Sjúklingar hafi stólað á gallaða gangráða þó að framleiðendur hafi verið meðvitaðir um vandamálEftirlitsaðilar samþykktu mjaðmahryggjaígræsðlur sem eyddust og færðust til í sjúklingumSkurðlæknar viðurkenna að þeir hafi ekki getað greint sjúklingum frá áhættum sem fylgi ígræðslum vegna skorts á miðlægum skráningum. Niðurstöðurnar hafa vakið umtal og áhyggjur af hve litla skoðun tækin þurfi að standast áður en og eftir að þau fara á markað sem og hvort eftirlitsaðilar verði varir við galla og þá hvernig brugðist er við þeim. Þá eru framleiðendur sjálfir ábyrgir fyrir því að prófa eigin vörur eftir að frávik koma upp. Upplýsingum um galla í lækningatækjum er víða haldið leyndum og þar af leiðandi getur sjúklingum reynst erfitt að afla sér upplýsinga um aðgerðir sem læknar ráðleggja þeim að gangast undir. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun um frávikatilkynningar sem borist hafa stofnuninni vegna lækningatækja.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira